Kristall Máni Ingason sló í gær markametið hjá 21-árs landsliði karla í knattspyrnu þegar hann skoraði þrennu í glæsilegum sigri liðsins á Dönum, 4:2, í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvellinum. Hann hefur þar með skorað 11 mörk fyrir Ísland í…

Kristall Máni Ingason sló í gær markametið hjá 21-árs landsliði karla í knattspyrnu þegar hann skoraði þrennu í glæsilegum sigri liðsins á Dönum, 4:2, í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvellinum. Hann hefur þar með skorað 11 mörk fyrir Ísland í þessum aldursflokki en fyrr á þessu árinu jafnaði hann metið sem Emil Atlason hafði átt í tíu ár en Emil skoraði átta mörk fyrir 21 árs liðið á árunum 2012-2014. » 48