andlát Rapparinn Fatman Scoop, Isaac Freeman III, lést á tónleikum sínum í Connecticut föstudaginn 30. ágúst. Hann var rétt um hálfnaður með prógrammið er hann hné niður á sviðinu. Fatman Scoop er sagður einn þeirra áhrifamestu í rappsenunni á…
Fatman Scoop var aðeins 56 ára er hann lést.
Fatman Scoop var aðeins 56 ára er hann lést. — Wikipedia

andlát Rapparinn Fatman Scoop, Isaac Freeman III, lést á tónleikum sínum í Connecticut föstudaginn 30. ágúst. Hann var rétt um hálfnaður með prógrammið er hann hné niður á sviðinu. Fatman Scoop er sagður einn þeirra áhrifamestu í rappsenunni á tíunda áratugnum og starfaði með tónlistarmönnum á borð við söngkonuna Mariuh Carey og rapparann Missy Elliott. Eitt vinsælasta lag Fatmans Scoops er lagið Be Faithful sem var leikið á ófáum klúbbum um heim allan á hátindi rapparans um aldamótin. Í laginu peppar rapparinn upp stemningu með setningum á borð við „sértu með 100 dala seðil, settu hendur upp í loft“.