úr Bæjarlífinu

Hermann Nökkvi Gunnarsson

Reykjanesbæ

Það iðar allt af lífi í Reykjanesbæ þessa dagana en Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar setti Ljósanótt, fjölskyldu- og minningarhátíð Reykjanesbæjar, við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn. Grunn- og leikskólabörn í sveitarfélaginu voru viðstödd og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór söng fyrir börnin.

Ljósanótt er að miklu leyti hápunktur tilverunnar í Reykjanesbæ á ári hverju. Bærinn fyllist af fólki á öllum aldri sem er komið til að skemmta sér með fjölskyldu og vinum.

Stórtónleikarnir á aðalsviðinu í kvöld verða einkum tileinkaðir því að bærinn fagnar 30 ára afmæli í ár. Undir dagskrárliðnum Reykjanesbær 30 ára stíga á svið meðlimir Hjálma

...