Mikil gleði er um þessar mundir í San Diego Safari-garðinum, en þar fæddist á dögunum Súmötru-tígrishvolpur. Móðir hvolpsins, Jillian, eignaðist þar með sitt fyrsta afkvæmi, en hvolpurinn leit dagsins ljós þann 23. ágúst en dýragarðurinn tilkynnti um fæðinguna fyrir helgi.

Umönnunarsérfræðingar segja að Jillian hafi strax myndað sterk tengsl við nýfædda hvolpinn. Forsvarsmenn garðsins segjast vera himinlifandi yfir fæðingu hans, enda ómetanleg viðbót við stofninn. Súmötru-tígrisdýr eru í bráðri útrýmingarhættu og talið að aðeins 400-600 dýr lifi enn villt í náttúrunni.

Yfirvöld segja að móðirin og unginn munu halda sig í bælinu næstu vikurnar á meðan sérfræðingar fylgist áfram með þeim og framvindu þeirra.

Nánar á K100.is.