Einar Jónsson hefur komist að samkomulagi við handknattleiksdeild Fram um að þjálfa karlalið félagsins áfram til sumarsins 2026. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili og hefur þjálfað karlaliðið frá árinu 2021

Einar Jónsson hefur komist að samkomulagi við handknattleiksdeild Fram um að þjálfa karlalið félagsins áfram til sumarsins 2026. Hann þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili og hefur þjálfað karlaliðið frá árinu 2021. Hann mun jafnframt halda áfram afreksþjálfun og þjálfun yngri flokka.

KR-ingar hafa fengið til liðs við sig lettneska körfuboltamanninn Linards Jaunzems en hann kemur til Vesturbæjarliðsins frá Ventspils þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár. Jaunzems er 28 ára gamall framherji, tveir metrar á hæð, og hefur leikið allan sinn feril í sameiginlegri úrvalsdeild Lettlands og Eistlands. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili.

Grindvíkingar skoða möguleika á að kvennalið þeirra í knattspyrnu sameinist öðru félagi fyrir næsta tímabil

...