Jóhanna Margrét Öxnevad fæddist 22. maí 1936 í Stafangri í Noregi. Hún lést í Reykjavík 30. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Lovísa Margrét Þorvarðardóttir, f. 1893 í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, og Jörgen Johan Öxnevad, f. 2. febrúar 1883 í Stafangri. Margrét var yngst níu alsystkina. Hin eru: Erling, f. 30. mars 1916, Rasmus, f. 7. júlí 1920, Henrik, f. 7. júlí 1920, Thorbjörg, f. 6. október 1922, Thorbjorn, f. 1923, Thorvard, f. 10. febrúar 1924, Bödvar, f. 11. janúar 1927, og Svanhild Margrete, f. 9. september 1929. Thorbjorn lést á barnsaldri og Thorvard á 17. aldursári í heimsstyrjöldinni síðari þegar skipi sem hann var á var sökkt af Þjóðverjum. Hin systkinin komust öll á fullorðinsár og er frændgarðurinn stór. Margrét sem var yngst lifði systkini sín öll.

Hálfsystkini Margrétar samfeðra voru Sverre, f. 22. júlí 1908, Assa Henrikke, f.

...