Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Ljósvíkingar ★★★½· Leikstjórn: Snævar Sölvason. Handrit: Snævar Sölvason og Veiga Grétarsdóttir. Aðalleikarar: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Vigdís Hafliðadóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Helgi Björnsson. Ísland, 2024. 104 mín.
Hugljúf mynd „Vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp trúverðuga mynd af samskiptum æskuvina á tímamótum. Þetta er hugljúf mynd sem íslenskir áhorfendur ættu ekki að láta framhjá sér fara,“ segir í rýni um kvikmyndina Ljósvíkingar. Arna Magnea Danks sem bæði Björn og Birna.
Hugljúf mynd „Vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp trúverðuga mynd af samskiptum æskuvina á tímamótum. Þetta er hugljúf mynd sem íslenskir áhorfendur ættu ekki að láta framhjá sér fara,“ segir í rýni um kvikmyndina Ljósvíkingar. Arna Magnea Danks sem bæði Björn og Birna.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Nú eru tvær íslenskar kvikmyndir sem byrja á „ljós“ í bíóhúsum Íslands en þær eru andstæður. Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson er háfleygt drama þar sem hver rammi er úthugsaður á meðan Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason gæti allt eins verið sjónvarpsmynd útlitslega séð en myndin er svo ótrúlega einlæg og laus við alla tilgerð að áhorfendur líta auðveldlega framhjá vanköntum hennar.

Ljósvíkingar er hugljúf mynd sem byrjar á því að segja sögu af tveimur æskuvinum, Hjalta (Björn Jörundur Friðbjörnsson) og Birni (Arna Magnea Danks), sem reka veitingastaðinn Rauða húsið á Ísafirði yfir sumartímann. Draumurinn er að geta haft opið allt árið og þegar tækifæri þess efnis bankar upp á,

...