Kauphöll: Yfirtökutilboð
Kauphöll: Yfirtökutilboð — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Matafjölskyldan, eða réttara sagt félag í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, fjölskyldna og tengdra aðila, heldur nú á yfir 30% af bréfum í Eik fasteignafélagi. Það þýðir að þau eru tilboðsskyld gagnvart öðrum hluthöfum og hefur félag þeirra í samræmi við það lagt fram yfirtökutilboð í félagið í heild sinni.

Það er í sjálfu sér ekki ný frétt en það sem vekur athygli er að tilboð fjölskyldunnar til annarra hluthafa, sem hljóðar upp á 11 krónur á hlut, er undir því verði sem þeim sjálfum bauðst að selja félagið á fyrir ekki svo löngu siðan, þegar Heimar (áður Reginn) gerðu tilboð í allt hlutafé Eikar. Það á að minnsta kosti við þegar litið er til núverandi gengis hlutabréfa Heima sem hefur hækkað mikið og þá í samhengi við upphaflegt skiptigengi tilboðsins.

Fjölskyldan hafnaði tilboðinu þar sem hún taldi virði félagsins

...