KVIKMYNDIR Hinn 25. desember næstkomandi verður kvikmynd um söngvarann Bob Dylan frumsýnd vestanhafs. Myndin ber nafnið A Complete Unknown og er eftir James Mangold, leikstjóra Walk the Line og Ford v Ferrari
Timothée Chalamet hefur m.a. fengið tilnefningar til BAFTA-verðlauna.
Timothée Chalamet hefur m.a. fengið tilnefningar til BAFTA-verðlauna. — Ljósmynd/IMDB

KVIKMYNDIR Hinn 25. desember næstkomandi verður kvikmynd um söngvarann Bob Dylan frumsýnd vestanhafs. Myndin ber nafnið A Complete Unknown og er eftir James Mangold, leikstjóra Walk the Line og Ford v Ferrari. Aðalleikari myndarinnar er fransk-ameríski leikarinn Timothée Chalamet sem leikur Dylan ungan. Chalamet er sagður þar hafa hreppt besta hlutverk sitt til þessa og rödd hans mun líkjast rödd goðsagnarinnar. Kvikmyndin fjallar um hvernig Dylan stígur inn í tónlistarsenuna á sjöunda áratugnum og veldur umbyltingu sem á fáa sína líka á 20. öldinni. Aðrir leikarar myndarinnar eru Elle Fanning sem fyrrverandi kærasta Dylans, Sylvie Rousso og Edward Norton sem tónlistarmaðurinn Pete Seeger.