ÍR vann öruggan sigur á Fjölni, 36:26, þegar liðin mættust í nýliðaslag í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Grafarvogi í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 18:12, ÍR-ingum í hag. Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum í liði ÍR og…
Þjálfarinn Bjarni Fritzson stýrir liði ÍR sem byrjar tímabilið vel.
Þjálfarinn Bjarni Fritzson stýrir liði ÍR sem byrjar tímabilið vel. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

ÍR vann öruggan sigur á Fjölni, 36:26, þegar liðin mættust í nýliðaslag í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Grafarvogi í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 18:12, ÍR-ingum í hag. Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum í liði ÍR og skoraði 13 mörk og Bernard Kristján Darkoh bætti við níu mörkum fyrir ÍR sem endaði stigi á undan Fjölni í 1. deildinni í fyrra. Björgvin Páll Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni

...