Á morgun er síðasta tækifærið til að sjá höfuðborgina og nærsveitir úr parísarhjóli á Miðbakkanum í Reykjavík áður en haustið tekur við. Taylors Funfairs, sem rekur parísarhjólið, ætlar af þessu tilefni að gefa helmingsafslátt af miðaverðinu í dag og á morgun

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Á morgun er síðasta tækifærið til að sjá höfuðborgina og nærsveitir úr parísarhjóli á Miðbakkanum í Reykjavík áður en haustið tekur við. Taylors Funfairs, sem rekur parísarhjólið, ætlar af þessu tilefni að gefa helmingsafslátt af miðaverðinu í dag og á morgun.

Miðaverðið í sumar var 3.000 krónur og verður því 1.500 krónur um helgina. Kane Taylor staðfesti þetta í samtali við blaðið í gær en hann er nokkuð sáttur við aðsóknina í sumar. „Við viljum þakka fyrir okkur og gefa fleirum tækifæri til að fara í hjólið og njóta útsýnisins,“ segir Kane Taylor hjá Taylors Funfairs sem sáu um uppsetningu og rekstur parísarhjólsins.

„Auðvitað hefur fólk oft farið þarna fram hjá í sumar og séð fáa eða enga í hjólinu, en

...