Það er alltaf líf í kringum bækur, þær munu lifa áfram.
Ari Gísli Bragason fornbókasali í Bókinni fagnar blaðamönnum og lesendum.
Ari Gísli Bragason fornbókasali í Bókinni fagnar blaðamönnum og lesendum. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Miðbær Reykjavíkur hefur tekið miklum breytingum í áranna rás, ekki síst eftir ferðamannaflauminn, þar sem ótal hefðbundnar verslanir og þjónustufyrirtæki hafa mátt þoka eða leggja upp laupana fyrir lundabúðum og veitingastöðum. Ekki þó allar, því fornbókaverslunin Bókin er enn á sínum stað á horni Klapparstígs og Hverfisgötu, en þar innan um völundarhús bókahillna og bókabunka ræður ríkjum Ari Gísli Bragason, í mögulega síðustu fornbókabúðinni í bænum.

„Jú, ætli við séum ekki síðasta fornbókabúðin af gamla skólanum, en uppi í Ármúla er þó Bókakaffið hans Bjarna Harðarsonar, sem var opnað fyrir ekki mörgum árum; þar er eitthvað af gömlum bókum í bland.

En þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík – tímaskynið er ekki alveg í lagi hjá mér, mér finnst að það sé stutt síðan – fyrir rúmum 30 árum, þá

...