Íslenska 21 árs landslið karla í fótbolta vann glæsilegan sigur á dönskum jafnöldrum sínum í undankeppni EM á Víkingsvelli í gær. Urðu lokatölur í skemmtilegum leik 4:2. Kristall Máni Ingason stelur fyrirsögnunum, þar á meðal á þessari grein, því…
Þrenna Sóknarmaðurinn Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Danmörku á gamla heimavellinum sínum í gær.
Þrenna Sóknarmaðurinn Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum gegn Danmörku á gamla heimavellinum sínum í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Fossvogi

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska 21 árs landslið karla í fótbolta vann glæsilegan sigur á dönskum jafnöldrum sínum í undankeppni EM á Víkingsvelli í gær. Urðu lokatölur í skemmtilegum leik 4:2.

Kristall Máni Ingason stelur fyrirsögnunum, þar á meðal á þessari grein, því hann skoraði þrjú mörk og varð í leiðinni markahæsti leikmaðurinn í sögu U21 árs landsliðsins með 11 mörk í 18 leikjum.

Byrjaði illa

Það byrjaði ekki byrlega fyrir íslenska liðið. Sóknarmaðurinn William Osula, sem Newcastle keypti á dögunum frá Sheffield United á 15 milljónir punda, skoraði fyrsta markið á 16. mínútu.

Eftir markið voru Danir líklegri til að

...