Ásta Katrín Ólafsdóttir, eða Ásta Kata eins og hún var oft kölluð, fæddist í Vestmannaeyjum 25. desember 1958. Hún lést 24. ágúst 2024 á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.

Foreldrar hennar voru Ólafur Haraldur Oddgeirsson frá Vestmannaeyjum, f. 30. mars 1929, d. 12. ágúst 1998, og Ragna Lísa Eyvindsdóttir (Góa) frá Siglufirði, f. 6. mars 1934, d. 25. febrúar 2006.

Systkini Ástu Kötu eru Eyvindur, f. 25. desember 1952, Hjörtur, f. 18. ágúst 1955, Hlynur, f. 12. ágúst 1956, Lilja Björk, f. 19. ágúst 1962, og Elva Ósk, f. 24. ágúst 1964.

Fjölskyldan bjó fyrst á Kirkjuvegi 82 í Vestmannaeyjum en flutti síðan í nýtt hús á Heiðarvegi 68. Á sumrum vann Ásta Kata flest hefðbundin störf sem unglingum buðust; barnapössun, unglingavinnu, fiskvinnslu ásamt því að starfa í Eyjabæ í nokkur

...