Breska tískufyrirtækið Burberry hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en frá því hlutabréfaverð félagsins náði sögulegu hámarki í apríl í fyrra hefur virði félagsins lækkað skarplega. Burberry var skráð á markað í London árið 2002 og var bætt í FTSE 100-vísitöluna árið 2009
Rótgróið Stutt er síðan aðalverslun Burberry á Regent Street var tekin rækilega í gegn í mjög kostnaðarsamri framkvæmd. Deilt er um hvort Burberry eigi heima í efstu lögum tískuheimsins eða þrífist betur á miðjunni.
Rótgróið Stutt er síðan aðalverslun Burberry á Regent Street var tekin rækilega í gegn í mjög kostnaðarsamri framkvæmd. Deilt er um hvort Burberry eigi heima í efstu lögum tískuheimsins eða þrífist betur á miðjunni. — AFP/Henry Nicholls

Fréttaskýring

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Breska tískufyrirtækið Burberry hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en frá því hlutabréfaverð félagsins náði sögulegu hámarki í apríl í fyrra hefur virði félagsins lækkað skarplega.

Burberry var skráð á markað í London árið 2002 og var bætt í FTSE 100-vísitöluna árið 2009. Nú hefur kauphöllin í London tilkynnt að vegna dræmrar frammistöðu félagsins verði Burberry fellt út af FTSE 100 frá og með 23. september næstkomandi og verður tryggingafélagið Hiscox tekið þar inn í staðinn. Burberry verður hins vegar bætt við FTSE 250-vísitöluna ásamt tæknifyrirtækinu Raspberry Pi Holdings.

Af þeim félögum sem mynda FTSE 100-vísitöluna hefur Burberry vegnað langverst á undanförnum fjórðungum og það sem af

...