Skálm Jökulhlaupið í sumar olli miklu tjóni á þjóðvegi 1 og segir oddviti Skaftárhrepps mikla heppni að brúin yfir Skálm hafi ekki orðið undir.
Skálm Jökulhlaupið í sumar olli miklu tjóni á þjóðvegi 1 og segir oddviti Skaftárhrepps mikla heppni að brúin yfir Skálm hafi ekki orðið undir. — Morgunblaðið/Hákon Pálsson

Baksvið

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Sveitarstjórn Skaftárhrepps kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við yfirvofandi hættu á þjóðvegi 1 vegna landbreytinga við Leirá sem varð m.a. til þess að jökulhlaup braust fram í ánni Skálm í sumar. Þetta kemur fram í ályktun í fundargerð hreppsins.

Jökulhlaupið í Leirá kom af fullum þunga í farveg Skálmarinnar og yfir nærliggjandi landsvæði 27. júlí sem olli miklu tjóni á þjóðvegi 1 og á túnum bænda á svæðinu. Á meðan flóðið stóð sem hæst þurfti að loka fyrir umferð og stóðu viðgerðir á

...