Fjármálaráðherra, sem mun kynna fyrsta fjárlagafrumvarp sitt á morgun, sagði í viðtali á RÚV á föstudag að hvorki væri að vænta skattahækkana né niðurskurðar í væntanlegu fjárlagafrumvarpi. Það er jákvætt að engar beinar skattahækkanir séu áformaðar …
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Fjármálaráðherra, sem mun kynna fyrsta fjárlagafrumvarp sitt á morgun, sagði í viðtali á RÚV á föstudag að hvorki væri að vænta skattahækkana né niðurskurðar í væntanlegu fjárlagafrumvarpi.

Það er jákvætt að engar beinar skattahækkanir séu áformaðar í fjárlögum eða svokölluðum bandormi, sem tekur á tekjuhlið ríkisins, en öruggt má telja að krónutölugjöld muni hækka, spurningin er bara um hversu mikið það verður þetta árið, enda er ríkissjóður búinn að taka sér það hlutverk að leiða árlegar hækkanir á gjaldskrám, enda hvers vegna ættu aðrir að halda aftur af sér ef ríkissjóður gerir það ekki?

Prinsipp-ákvörðun um að hækka ekki krónutölugjöld, heldur sýna þess í stað aðhald í rekstri ríkissjóðs, hefur því miður ekki verið tekin síðan í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Ég hef ítrekað sagt að mér

...

Höfundur: Bergþór Ólason