Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst mjög fólkið í landinu með margvíslegum hætti, og þarf alveg bráðnauðsynlega að byrja á því að tala við þjóð sína á því tungumáli sem hún skilur.
Jóhann L. Helgason
Jóhann L. Helgason

Jóhann L. Helgason

Á fundi Sjálfstæðisflokksins um daginn komst ráðherrann Guðlaugur Þór einkennilega að orði í ræðupúltinu vegna slæmrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun stuttu áður, eða 13,9% fylgi. Einhvern veginn svona orðaði ráðherrann setninguna: Vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag er ekki því ágæta fólki að kenna sem er á þessum fundi hér og undir þessu þaki. Það er nefnilega það.

Hvað sagði litla gula hænan í ævintýrinu, nefnilega „ekki ég“. Eins og ráðherrann orðaði það óbeint, „ekki ég“. Og sama er það með hænuna og Guðlaug, þau hafa rangt fyrir sér.

Ef yfirmenn á skipi stýra skipi sínu upp á sker eru þeir alfarið ábyrgir fyrir atvikinu, og þá sérstaklega skipstjórinn sem ber höfuðábyrgðina. Stjórn Sjálfstæðisflokksins ber höfuðábyrgð á hruni hans, sem

...