Anna Gísladóttir fæddist 30. desember 1924. Hún lést 25. ágúst 2024. Útför fór fram 6. september 2024.

Í hárri elli hefur Anna Gísladóttir nú kvatt eftir langvarandi veikindi. Ung hélt hún við stríðslok árið 1945 út í óvissuna til Bandaríkjanna og lauk þar háskólanámi með glæsibrag. Síðan gerðist hún frumkvöðull á sviði heimilisfræða hér á landi. Á löngum starfsferli vann hún við kennslu og fræðistörf. Afraksturinn var meðal annars sú merka bók, Við matreiðum, sem hún samdi ásamt Bryndísi Steinþórsdóttur og hefur verið handbók leikra sem lærðra um áratugi.

Anna Gísla giftist Sigurði móðurbróður mínum, og þessi góðu hjón voru frá fyrstu tíð afar náin fjölskyldu minni. Samskiptin voru dagleg milli okkar í Snekkjuvogi 3 og þeirra í Karfavogi 36 þar sem synir Önnu og Sigga ólust upp. Það var farið „út í hús“, á hvorn veginn sem var. Það

...