Breiðablk og Valur eru bæði úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir að hafa tapað úrslitaleikjum í fyrstu umferð keppninnar á laugardaginn. Sporting Lissabon frá Portúgal vann Breiðablik í hörkuleik á Kópavogsvelli, 2:0, en Valskonur áttu…
Blikar Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í baráttu gegn Sporting.
Blikar Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir í baráttu gegn Sporting. — Morgunblaðið/Hákon

Breiðablk og Valur eru bæði úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir að hafa tapað úrslitaleikjum í fyrstu umferð keppninnar á laugardaginn.

Sporting Lissabon frá Portúgal vann Breiðablik í hörkuleik á Kópavogsvelli, 2:0, en Valskonur áttu aldrei möguleika gegn Hollandsmeisturum Twente í Enschede í Hollandi og töpuðu 5:0.

Vendipunkturinn í leik Breiðabliks og Sporting var í lok fyrri hálfleiks þegar markvörður Portúgalanna, Hannah Seabert, fékk aðeins gult spjald fyrir að brjóta á Samönthu Smith utan vítateigs. Hún og lið hennar sluppu með skrekkinn. Telma Encarnacao skoraði bæði mörk Sporting, á 4. og 74. mínútu.

Erfitt í Hollandi

Valur átti alltaf á brattann að sækja gegn Twente sem gerði út um leikinn með því að skora tvívegis á lokamínútum fyrri hálfleiks og komast þar með í 3:0. Valsliðið hefði þó hæglega getað skorað fleiri en eitt mark í opnum leik.

Amanda Andradóttir kom inn á hjá Twente gegn sínum gömlu

...