50 ára Anna María er Keflvíkingur, fædd þar og uppalin. „Foreldrar mínir byggðu hús í Keflavík árið áður en ég fæddist og bjó ég í því þar til ég fór að búa sjálf. Lífið snerist um íþróttir á barna- og unglingsárunum í Keflavík og fram að barneign. Þar æfði ég handbolta, fótbolta og körfubolta. Ég á yndislegar æskuvinkonur sem halda enn hópinn og við unnum marga titla saman. Flokkurinn okkar varð t.d. Íslandsmeistari í fótbolta, handbolta og körfubolta sama árið. Eftir fimmtán ára aldur æfði ég einungis körfubolta. Ég átti góða æsku í Keflavík og á margar eftirminnilegar stundir með fjölskyldu og vinum.“

Átján ára gömul kynntist Anna María manninum sínum, Guðlaugi, og sjö árum seinna fluttist fjölskyldan til Horsens í Danmörku. „Þar nam Gulli byggingarfræði og ég var í fjarnámi frá Kennaraháskóla Íslands í kennslufræðum. Við fluttum aftur heim til

...