Ísland mætir Tyrklandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeild karla í fótbolta á Gürsel Aksel-vellinum í Izmir á vesturströnd Tyrklands klukkan 18.45 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.45 að staðartíma og verður því spilað til tæplega miðnættis í þessari þriðju stærstu borg Tyrklands
Afmæli Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins í Izmir í gær en hann hélt upp á 35 ára afmæli sitt og æfði af fullum krafti eins og aðrir í hópnum.
Afmæli Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins í Izmir í gær en hann hélt upp á 35 ára afmæli sitt og æfði af fullum krafti eins og aðrir í hópnum. — Morgunblaðið/Jóhann Ingi

Í Izmir

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Ísland mætir Tyrklandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeild karla í fótbolta á Gürsel Aksel-vellinum í Izmir á vesturströnd Tyrklands klukkan 18.45 í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 21.45 að staðartíma og verður því spilað til tæplega miðnættis í þessari þriðju stærstu borg Tyrklands.

Ísland vann sanngjarnan sigur á Svartfjallalandi, 2:0, á Laugardalsvelli í fyrsta leik sínum í I-riðli á meðan Tyrkland gerði jafntefli við Wales á útivelli, 0:0. Ísland fer því inn í leikinn í toppsætinu.

Allir með á æfingu

Íslenska liðið fær litla hvíld á milli leikja. Liðið flaug til Tyrklands um hálfum sólarhring eftir leikinn

...