Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi Kristinsson

Miðflokkurinn mun leggja áherslu á útlendingamál, orkumál og aðhald í ríkisrekstri á komandi þingvetri að sögn Bergþórs Ólasonar, formanns þingflokks Miðflokksins. Hann segir að flokkurinn muni koma með aðhaldstillögur í fjárlagaumræðu.

„Fyrstu skilaboð ríkisstjórnarinnar varðandi fjárlögin sem nú verða lögð fram eru þeirrar gerðar að ég hef miklar áhyggjur af því að slagurinn við verðbólguna verði áfram fyrst og fremst háður af Seðlabankanum en ekki ríkisstjórninni,“ segir Bergþór.

Flokkurinn mun leggja fram frumvörp um t.d. landbúnað, þjóðlendur og aukið frelsi er varðar ráðstöfun útvarpsgjalds. Hann gerir ráð fyrir því að kosið verði næsta vor frekar en haustið 2025.

...