Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, fjallaði um það á bloggi sínu í liðinni viku að Hæstiréttur hefði hafnað áfrýjunarbeiðni blaðamannanna Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar um að endurskoða sýknudóm Landsréttar í máli tvímenninganna gegn Páli.

Héraðsdómur hafði dæmt tvímenningunum í vil en Landsréttur sneri dómnum við og sýknaði Pál af tvennum ummælum sem féllu árið 2022:
1) „Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.“
2) „Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.“

Páll segir tilgang tvímenninganna með málarekstrinum hafa verið að þagga niður í honum: „Þeim finnst ótækt að bloggari afhjúpi aðför RSK-miðla

...