Orðasambandið e-ð á (ekki) fyrir e-m að liggja er örlögþrungið. Eigi e-ð fyrir mér að liggja þýðir það að þetta mun koma fyrir mig, framtíðin ber þetta í skauti sér

Orðasambandið e-ð á (ekki) fyrir e-m að liggja er örlögþrungið. Eigi e-ð fyrir mér að liggja þýðir það að þetta mun koma fyrir mig, framtíðin ber þetta í skauti sér. Og sé ekki með í spilinu: það átti ekki fyrir mér að liggja að verða forseti, ja, þá var það eiginlega fyrirfram ákveðið (forlög mín, sé ég forlagatrúar).