„Sjálfsagt þykir einhverjum þetta bölvuð vitleysa en ég er alveg friðlaus ef ég fer ekki af stað,“ segir hinn 78 ára gamli fyrrverandi sjómaður á Húsavík, Guðmundur Hersteinn Eiríksson, sem undanfarin níu ár hefur gengið 100-150 sinnum á ári upp Húsavíkurfjallið, sem er 417 metra hátt
Húsavíkurfjall Útsýnið sem blasir við Guðmundi Eiríkssyni, Umma, sem hefur endurhlaðið Hoffmannsvörðuna.
Húsavíkurfjall Útsýnið sem blasir við Guðmundi Eiríkssyni, Umma, sem hefur endurhlaðið Hoffmannsvörðuna. — Ljósmyndir/Ummi

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

„Sjálfsagt þykir einhverjum þetta bölvuð vitleysa en ég er alveg friðlaus ef ég fer ekki af stað,“ segir hinn 78 ára gamli fyrrverandi sjómaður á Húsavík, Guðmundur Hersteinn Eiríksson, sem undanfarin níu ár hefur gengið 100-150 sinnum á ári upp Húsavíkurfjallið, sem er 417 metra hátt. Alls eru þetta orðnar um 1.000 ferðir.

Guðmundur, eða Ummi eins og hann er gjarnan kallaður, er einnig duglegur að hjóla og fer í sjóböðin á Húsavík að lokinni hverri fjallgöngu. Hann hefur jafnframt verið duglegur að ganga á önnur fjöll, m.a. á Herðubreið á síðasta ári.

Aldrei verið sporlatur

Ummi starfaði lengstum sem sjómaður og síðustu starfsárin við þrif í frystihúsinu á Húsavík. Þegar hann

...