Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Íslensk menning hefur aldrei staðið í harðari samkeppni við aðra möguleika til afþreyingar og nú. Þá hefur menningarstarf ekki náð sér á strik eftir heimsfaraldurinn og aðsókn til dæmis á tónleika er aðeins um 60-70% af því sem var áður,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, listakona og forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), en bandalagið sendi nýverið frá sér áskorun til fjölmiðla um að auka umfjöllun sína um menningu og listir.

...