Þýska miðjan minnkar áfram ef ekki er hlustað á kjósendur

Það gengur mikið á í Þýskalandi um þessar mundir, eins og reyndar víðar í Evrópu. En í þessu burðarríki eru skjálftar um þessar mundir, ekki aðeins í stjórnmálum heldur líka í efnahagsmálum, sem er líklega ekki alveg ótengt. Nýjustu tíðindin eru af stærsta bílaframleiðanda Evrópu, Volkswagen, þar sem hundruð þúsunda Þjóðverja starfa í mörgum verksmiðjum og framleiða mikinn fjölda bifreiða undir ýmsum merkjum.

Í liðinni viku gerðist það sem aldrei hefur gerst áður að stjórnendur fyrirtækisins kynntu að útlit væri fyrir að loka þyrfti einhverjum verksmiðjum þess og segja upp fjölda fólks. Starfsmenn og verkalýðsfélög tóku þessu illa og mótmæltu, en hætt er við að efnahagslegur veruleiki verði mótmælum yfirsterkari.

Ein ástæðan fyrir þessari stöðu hjá Volkswagen er vandræði með sölu rafbíla og að almenningur vill frekar bensín- og

...