Aldís Gyða Davíðsdóttir fæddist 9. september 1984 í Reykjavík og ólst að mestu upp í Selási. Hún fór einnig oft í sveitina hjá afa sínum og ömmu í Landeyjum. „Við stofnuðum leikhóp í bílskúrnum hjá Ingu frænku þegar við vorum um 7 ára sem ég…
Grímur Aldísar Leikhópurinn Skýjasmiðjan að æfa sýninguna Hetja.
Grímur Aldísar Leikhópurinn Skýjasmiðjan að æfa sýninguna Hetja.

Aldís Gyða Davíðsdóttir fæddist 9. september 1984 í Reykjavík og ólst að mestu upp í Selási. Hún fór einnig oft í sveitina hjá afa sínum og ömmu í Landeyjum.

„Við stofnuðum leikhóp í bílskúrnum hjá Ingu frænku þegar við vorum um 7 ára sem ég var að endingu rekin úr vegna slæmrar mætingar vegna tíðra sveitaferða til ömmu og afa, en það skapaðist líka visst ósætti vegna þess að ég missti aðalhlutverkið í Tarzan-söngleiknum til Guðrúnar vinkonu minnar en hún var reiðubúin að vera á lendaskýlu fyrir hlutverkið, annað en ég sjálf sem var óttaleg kuldaskræfa.

Ég hef alltaf blómstað í iðnfögum og fór að nema listnámsbraut við Fjölbraut í Breiðholti árið 2000. Ég tek þátt í uppfærslu nemendafélags FB á Lifi Rokkið queen show og fór fyrir algera tilviljun að taka þátt í Fríðu og dýrinu sem Leikfélag Mosfellssveitar setti upp á þessum tíma og fékk þar

...