Það má ekki líta svo á að Isavia og Landsvirkjun hafi starfað í óþökk eigenda sinna.

Örn D. Jónsson

„Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna endurnýjanlega orku. Við notum um milljón tonn af olíu á ári … Orkuskipti eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands … Markmið orkuskipta er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í stað þess að nota olíu og bensín.“ (Af vefnum orkuskipti.is.)

Í þessum orðum felst að rafmagnað land verður grænt og sjálfbært; ef olíu er skipt út með rafmagni er takmarkinu náð. Á sama vef er bent á að 53% núverandi losunar séu tilkomin vegna notkunar á þotueldsneyti. Framtíðarsýn I er að „tengja heiminn í gegnum Ísland“ og eitt kjörorðið er: „Saman á nýrri vegferð.“ Áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að 12,9 milljónir farþega fari um Keflavíkurvöll árið 2035 og 15,9 milljónir

...