Fjölmennt Birgir segir að nálægt 500 manns hafi verið við réttir hvorn daginn fyrir sig. Fjallskil voru lögð á 25 bæi en ekki séu allir með fé.
Fjölmennt Birgir segir að nálægt 500 manns hafi verið við réttir hvorn daginn fyrir sig. Fjallskil voru lögð á 25 bæi en ekki séu allir með fé. — Ljósmynd/Birgir Þór Haraldsson

Fyrsta réttarhelgin hefur runnið sitt skeið en réttað var um 13 þúsund fjár í Undirfellsrétt í Vatnsdal um helgina. Birgir Þór Haraldsson, bóndi á Kornsá, segir réttirnar hafa gengið vel fyrir sig. Undirfellsrétt sé ein af fjárflestu réttum landsins ef hreinlega ekki orðin sú fjárflesta.

Veður með besta móti

Veður var með besta móti og segir Birgir alveg furðulegt að það skyldi hitta svo á því tíðin hafi verið eins ömurleg og hægt er í sumar. Til marks um það segist hann einnig hafa klárað að heyja á laugardeginum og að á sama degi hafi

...