Björgvin Ólafur Sveinsson fæddist 3. desember 1949 á Djúpavogi. Hann lést 22. ágúst 2024.

Björgvin bjó á Djúpavogi til fullorðinsára. Árið 1969 fór á hann á vertíð í Sandgerði og kynnist þar Rósu G. Benediktsdóttur og hefja þau sinn búskap þar.

Þau flakka töluvert fyrstu árin; Neskaupstaður, Keflavík, Hveragerði, Hnífsdalur, Þórshöfn og Seyðisfjörður, en árið 1990 flytja þau aftur til Neskaupstaðar og eru þar til dánardags.

Faðir Björgvins, Sveinn Snjólfur Þórðarson sjómaður, f. 15. janúar 1918, d. 28. mars 2009, fæddist í Steinholti í Stöðvarfirði og móðir hans, Ólöf Ólafsdóttir, f. 6. október1916, d. 22. apríl 2009, fæddist á Þverá í Álftafirði.

Björgvin var næstelstur sex systkina: Sjöfn, f. 24. ágúst 1937, d. 12. febrúar

...