Þýsk yfirvöld segjast hætt að veita kolefnisheimildir sem samsvara 215.000 tonnum af koltvísýringslosun til nokkurra olíufyrirtækja vegna gruns um svikamyllu tengda loftslagsverkefnum í Kína. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafið rannsóknir á…

Þýsk yfirvöld segjast hætt að veita kolefnisheimildir sem samsvara 215.000 tonnum af koltvísýringslosun til nokkurra olíufyrirtækja vegna gruns um svikamyllu tengda loftslagsverkefnum í Kína.

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa hafið rannsóknir á fyrirtækjunum í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla þar sem grunur hefur vaknað um að ekki sé allt með felldu í meintum kolefnisminnkandi verkefnum í Kína.

Verkefnin voru ætluð til þess að hjálpa fyrirtækjunum að ná losunarmarkmiðum Evrópusambandsins, þar sem gerð er krafa um að þau framleiði umhverfisvænna eldsneyti. Yfirleitt ná fyrirtæki markmiðunum með notkun lífræns eldsneytis eða með því að styðja við frumkvæði sem draga úr losun við olíuframleiðslu.

40 verkefni til rannsóknar

Komið hefur á daginn að sum verkefnin

...