Stórsigur Framkonur eftir að Bestudeildarsætið var í höfn á laugardag.
Stórsigur Framkonur eftir að Bestudeildarsætið var í höfn á laugardag. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram leikur í Bestu deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili og verður þar með í efstu deild í fyrsta sinn í 37 ár, eða frá árinu 1988.

Fram vann stórsigur á 1. deildarmeisturum FHL, 5:0, í lokaumferðinni í Úlfarsárdal á laugardaginn. Þar með var annað sætið tryggt og ekki skipti máli þó keppinautarnir í Gróttu ynnu ÍA 2:1 á Akranesi. Fram náði öðru sætinu á betri markatölu.

Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og Murielle Tiernan skoraði þrennu en hún hefur áður farið tvisvar með Tindastóli upp í efstu deild. Murielle skoraði 13 mörk fyrir Fram í deildinni í ár.

Fram hefur tekið stór skref á skömmum tíma en liðið komst upp úr 2. deildinni haustið 2022.

Austfjarðaliðið FHL var komið upp fyrir nokkru síðan og vann deildina með sex stiga mun en lék án fjögurra erlendra leikmanna sinna í lokaumferðunum.