Edmundo González Urrutia, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði í gær eftir viðræðum um framtíð landsins, en González flúði til Spánar á sunnudaginn. Sagði González að hann hefði flúið land til þess að reyna að tryggja…
Edmundo González Urrutia
Edmundo González Urrutia

Edmundo González Urrutia, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði í gær eftir viðræðum um framtíð landsins, en González flúði til Spánar á sunnudaginn.

Sagði González að hann hefði flúið land til þess að reyna að tryggja breytingar í Venesúela, en stjórnarandstaðan segir að lífi hans hafi verið ógnað af stjórnvöldum.

Utanríkisráðherra Spánar, Jose Manuel Albares, sagði í gærmorgun að spænsk stjórnvöld hefðu ákveðið að veita González hæli, og að hann væri öruggari þar en í felum eða í fangelsi í Venesúela.