Gasa Ísraelskir hermenn sjást hér sinna aðgerðum á Gasasvæðinu.
Gasa Ísraelskir hermenn sjást hér sinna aðgerðum á Gasasvæðinu. — AFP/Ísraelsher

Íranir fordæmdu í gær eldflaugaárás sem Ísraelsher gerði á rannsóknarstöð íranska hersins í Sýrlandi á sunnudagskvöld, en stöðin var sögð miðstöð framleiðslu íranskra efnavopna. Að minnsta kosti 18 féllu í loftárásinni og 37 særðust, en stöðin var í nágrenni við borgina Masyaf.

Ísraelsher neitaði að tjá sig um árásina í gær, en herinn hefur gert fjölda loftárása innan landamæra Sýrlands frá árinu 2011 þegar borgarastyrjöldin hófst þar í landi, og hafa þær árásir oftar en ekki beinst að bækistöðvum íranska hersins í landinu.

Sýrlenski ríkisfjölmiðillinn SANA hafði hins vegar eftir heimildarmönnum innan úr sýrlenska stjórnarhernum að Ísraelsher hefði ráðist á „nokkur hernaðarskotmörk“ í miðhluta landsins, og að loftvarnir Sýrlands hefðu náð að skjóta niður hluta eldflauganna.

Fyrirskipa

...