Spariklædd Ragnhildur Birna, fjórða frá vinstri, ásamt eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Spariklædd Ragnhildur Birna, fjórða frá vinstri, ásamt eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. — Ljósmyndir/Bríet Guðmundsdóttir

„Það myndi mikið vanta upp á þjóðhátíðarstemninguna á Hvolsvelli ef við létum ekki sjá okkur uppáklædd á 17. júní,“ segir Ragnhildur Birna Jónsdóttir frá Hvolsvelli, en hún mætti uppáklædd ásamt fjölskyldu sinni á Fjallkonuhátíðina í Skagafirði um helgina. Þar voru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningi en Ragnhildur er félagi í Þjóðbúningafélagi Íslands, sem stóð að hátíðinni ásamt félaginu Pilsaþyt í Skagafirði og versluninni Annríki – þjóðbúningar og skart.

Ragnhildur hefur saumað búninga á alla í fjölskyldunni; eiginmanninn Böðvar Bjarnason, börnin, tengdabörn og barnabörn. Þau tóku sig til og óku norður á hátíðina, alls 760 km fram og til baka.

Alls eru þetta 15 manns en yngsta barnabarnið, Sólrún Sif, eins árs, var sofandi úti í bíl á meðan meðfylgjandi hópmynd var tekin og móðir hennar gætti hennar. Sólrún Sif

...