Nú á tímum offramboðs streymisveitna getur verið erfitt að velja sér kvikmyndir að horfa á og ljóst að erfitt getur verið að finna demanta í öllu ruslinu. Þá kemur sér vel að vera með veitu á borð við Mubi sem á vef sínum segist bjóða upp á…
Rocky Kappinn rotaður í kvikmynd Kaurismäkis.
Rocky Kappinn rotaður í kvikmynd Kaurismäkis.

Helgi Snær Sigurðsson

Nú á tímum offramboðs streymisveitna getur verið erfitt að velja sér kvikmyndir að horfa á og ljóst að erfitt getur verið að finna demanta í öllu ruslinu. Þá kemur sér vel að vera með veitu á borð við Mubi sem á vef sínum segist bjóða upp á metnaðarfullar kvikmyndir höfunda með hugsjón og þá bæði þekktra og virtra höfunda sem og ungra og upprennandi. Segir á veitunni mubi.com að myndir hennar séu vandlega valdar af „sýningarstjórum“, líkt og í heimi myndlistar. Og þegar rennt er yfir þær myndir sem í boði eru verður ekki betur séð en þetta sé girnilegt hlaðborð. Þarna má finna kvikmyndir allt frá bandarískum og breskum til rúmenskra og rússneskra um allt milli himins og jarðar. Margar hverjar auðvitað skrítnar og jafnvel merkar í kvikmyndasögunni.

Auðvitað eru líka innan

...