Héraðsdómur Reykjaness samþykkti í gær beiðni fiskeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun, en fyrirtækið rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík. Greiðslustöðvunin varir til 25. september en fyrirtækið gerir ráð fyrir að sækja um…
Fiskeldi Eldisfyrirtækið Matorka fær greiðslustöðvun vegna áfalla.
Fiskeldi Eldisfyrirtækið Matorka fær greiðslustöðvun vegna áfalla. — Ljósmynd/Matorka

Héraðsdómur Reykjaness samþykkti í gær beiðni fiskeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun, en fyrirtækið rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík. Greiðslustöðvunin varir til 25. september en fyrirtækið gerir ráð fyrir að sækja um framlengingu hennar til þriggja mánaða þegar hún rennur út.

Í tilkynningu frá Matorku, þar sem frá þessu er greint, kemur fram að fyrirtækið hafi orðið fyrir verulegum neikvæðum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í jarðskjálftum í nóvember 2023. Þá fór vatnsflæði í áframeldi úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn.

Loks hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína fyrir sölu og útflutning til Hafnarfjarðar. Alls eru nú um 450 tonn af bleikju í eldi

...