Rétt að taka gagnrýni opnum huga

Margur hefur áhyggjur af nýmældu gengi Sjálfstæðisflokksins og í öðrum hlakkar, eins og gengur. Jóhann L. Helgason, eldri borgari, dregur upp sína mynd af þróuninni. Hann nefnir, að nýlega hafi stór maður og mikill um sig, mætt í sjónvarp á stuttbuxum og haft sitt að segja. Hafi hann haft „furðulega skýringu á hruni Sjálfstæðisflokksins að undanförnu og gaf í leiðinni uppáskrifaðan lyfseðil“ til að hressa fylgið. Töframáttur lyfsins gekk út á að Sjálfstæðisflokkurin innleiddi stefnu Miðflokksins.

Jóhann taldi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekkert á því að græða. Nær væri að snúa sér að eigin vandamálum og brýna sverðin. Að mati Jóhanns séu þau „að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst fólkið í landinu með margvíslegum hætti“. Bráðnauðsynlegt sé „að byrja á því að tala við þjóð sína á því tungumáli sem hún skilur, og ekki síður að hlusta á rödd hennar, en hún

...