Ísafjörður Frá borunum í Tungudal sem skiluðu 58 gráða heitu vatni.
Ísafjörður Frá borunum í Tungudal sem skiluðu 58 gráða heitu vatni. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun hafa undirritað samkomulag um sölu á forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum næstu fjögur árin.

„Þannig verður hægt að reka fjarvarmaveiturnar án þess að reiða sig á olíu sem varaafl þegar afhending raforku er skert. Í nýjum samningi eru heimildir til skerðinga en þær eru takmarkaðar við fjóra daga en ekki 120 líkt og í eldri samningi,“ segir í tilkynningu um samkomulagið.

„Fjarvarmaveitur hafa hingað til keypt skerðanlega orku sem er seld á töluvert lægra verði en forgangsorka, enda er hún aðeins í boði í góðum vatnsárum. Samningurinn tryggir fyrirsjáanleika í rekstri fjarvarmaveitna á Vestfjörðum með tryggri raforkuafhendingu næstu fjögur árin,“ segir einnig í tilkynningunni. Jarðhita hefur lengi verið leitað í grennd við Ísafjörð og í sumar fannst 58 gráða heitt vatn í Tungudal.

...