Valtýr Pjétur Daregard er íslenskur listamaður sem búsettur er í Svíþjóð. Fyrir skömmu var opnuð sýning á ljósmyndum hans í Fotografiska Muséet í Stokkhólmi sem er almennt talið með virtustu ljósmyndasöfnunum í dag
Tími Valtýr Daregard sýnir framsæknar ljósmyndir á einkasýningu í Fotografiska Muséet í Stokkhólmi.
Tími Valtýr Daregard sýnir framsæknar ljósmyndir á einkasýningu í Fotografiska Muséet í Stokkhólmi. — Ljósmyndir/Valtýr Daregard

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Valtýr Pjétur Daregard er íslenskur listamaður sem búsettur er í Svíþjóð. Fyrir skömmu var opnuð sýning á ljósmyndum hans í Fotografiska Muséet í Stokkhólmi sem er almennt talið með virtustu ljósmyndasöfnunum í dag. Forsvarsmenn safnsins höfðu fengið ábendingar um Valtý úr ýmsum áttum og settu sig í samband við hann.

Íslenskur í aðra ættina

Valtýr er fæddur og uppalinn á Íslandi en flutti til Svíþjóðar á unglingsárum en faðir hans er frá Gotlandi sem er eyja austan við meginlandið. „Ég lít alltaf á mig sem Íslending fyrst og fremst og kynni mig þannig. Fyrstu árin í lífinu móta mann mest og mér finnst ég alltaf mest tengdur Íslandi og hef í mörg ár verið að íhuga að flytja aftur heim,“ segir Valtýr

...