Rapparinn Kendrick Lamar hefur verið valinn til að troða upp í hálfleik á Ofurskálinni, eða Super Bowl, eins og úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum eða ruðningi er jafnan kallaður. Um er að ræða einn vinsælasta íþróttaviðburð sem fram fer í…
Kendrick Lamar
Kendrick Lamar

Rapparinn Kendrick Lamar hefur verið valinn til að troða upp í hálfleik á Ofurskálinni, eða Super Bowl, eins og úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum eða ruðningi er jafnan kallaður. Um er að ræða einn vinsælasta íþróttaviðburð sem fram fer í Bandaríkjunum og er tónleikanna í hálfleik iðulega beðið með mikilli eftirvæntingu.

Í frétt AFP kemur fram að Lamar hafi af þessu tilefni skrifað á samfélagsmiðla að rapptónlist væri áhrifamesta tónlistarstefnan og hann hygðist minna heiminn á af hverju svo væri. Lamar er ekki fyrstur úr rappheiminum til að koma þar fram en Snoop Dogg, Dr. Dre, Eminem og 50 Cent hafa sem dæmi séð um hálfleikstónleikana. Af öðrum tónlistarmönnum má nefna Rolling Stones, Bruce Springsteen, Lady Gaga, Madonnu og Beyoncé. Ofurskálin fer að þessu sinni fram í New Orleans 9. febrúar.