Laxeldi Sveitarfélögin geta fengið 10,1% af arðgreiðslum félagsins.
Laxeldi Sveitarfélögin geta fengið 10,1% af arðgreiðslum félagsins. — Morgunblaðið/Guðlaugur J.

Sveitarfélögin við Eyjafjörð eru nú með til skoðunar áform Kleifa um laxeldi í Eyjafirði og Siglufirði. Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit taka þessum áformum vel en Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur vilja ekki sjókvíaeldi innarlega í firðinum. Akureyri og Grenivík hafa ekki tekið málið fyrir og óvíst er hvort tekin verði afstaða til málsins á þessu stigi.

Hugmyndir Kleifa snúast um eldi á ófrjóum laxi og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. » 6