Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi þingmanna strax í byrjun þings þegar við tökum fjárlögin fyrir á Alþingi.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Í dag verður Alþingi sett í 155. sinn og síðasti þingvetur kjörtímabilsins gengur í garð. Það er óhætt að segja að tilfinningarnar séu blendnar. Ég hef reynt að nýta tímann minn í þinginu vel og komandi vetur verður þar engin undantekning. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Þá auglýsti ég enn á ný eftir ábendingum og umkvörtunum kjósenda og beindi nú sjónum sérstaklega að eldra fólki. Gagnlegir fundir með fulltrúum þeirra nýtast til framlagningar þingmála í þeirra þágu.

Í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Ég mun fara betur í saumana á þeim í frekari greinaskrifum því að mér hafa borist fjölmargar góðar ábendingar frá kjósendum að undanförnu. Meðal mála sem ég mun leggja fram á ný eru frumvörp og tillögur er

...