Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það hefði undir höndum trúverðugar upplýsingar frá bandamönnum sínum um að Íranar hefðu sent Rússum eldflaugar til árása á Úkraínu. Talsmaður Evrópusambandsins, Peter Stano, sagði að aðildarríkin væru að…
Bútsja Úkraínskir hermenn bera hér fallinn félaga, Oleksandr Bezsmertní, til grafar í heimabæ hans, Bútsja. Bezsmertní féll í kjölfar eldflaugaárásar Rússa á herskólann í Poltava, einnar mannskæðustu árásar Rússa til þessa.
Bútsja Úkraínskir hermenn bera hér fallinn félaga, Oleksandr Bezsmertní, til grafar í heimabæ hans, Bútsja. Bezsmertní féll í kjölfar eldflaugaárásar Rússa á herskólann í Poltava, einnar mannskæðustu árásar Rússa til þessa. — AFP/Anatolii Stepanov

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það hefði undir höndum trúverðugar upplýsingar frá bandamönnum sínum um að Íranar hefðu sent Rússum eldflaugar til árása á Úkraínu. Talsmaður Evrópusambandsins, Peter Stano, sagði að aðildarríkin væru að athuga málið, og að ef það væri rétt, þá myndi það marka „umtalsverða stigmögnun“ á stuðningi Írans við hina ólöglegu innrás Rússlands í Úkraínu.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því um helgina að Bandaríkjastjórn teldi að Íranar hefðu sent 200 skammdrægar eldflaugar af gerðinni Fath-360 til Rússlands, en þeim er skotið af færanlegum eldflaugapöllum.

Stano sagði í gær að Evrópusambandið myndi bregðast fljótt við ásamt bandamönnum sínum og setja nýjar og harðari viðskiptaþvinganir á Íran ef

...