Um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna fyrirhugaðra breytinga á svokölluðu Klettasvæði og stækkun landfyllingar í Klettagörðum. Lögð er til breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið er stækkað til…
Sundahöfn Ný landfylling er áformuð við hlið þeirrar fyrri, fyrir framan skolphreinsistöð Veitna. Fjölmargir íbúar mótmæla framkvæmdinni.
Sundahöfn Ný landfylling er áformuð við hlið þeirrar fyrri, fyrir framan skolphreinsistöð Veitna. Fjölmargir íbúar mótmæla framkvæmdinni. — Ljósmynd/Alta

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Um eitt hundrað athugasemdir bárust í skipulagsgátt vegna fyrirhugaðra breytinga á svokölluðu Klettasvæði og stækkun landfyllingar í Klettagörðum. Lögð er til breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að deiliskipulagssvæðið er stækkað til norðvesturs þannig að það nái yfir lóð Veitna við Klettagarða 14 og yfir stækkun á landfyllingu Klettagarða.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var fyrri landfylling á svæðinu framkvæmd á árunum 2019-2020. Seinni landfyllingin verður norðaustur af hinni fyrri, fyrir framan skolphreinsistöð Veitna. Hún verður 1,9 hektarar að stærð. Áætlaður framkvæmdatími er 5-7 ár, frá 2024 til 2031, eftir því hversu hratt efni berst frá framkvæmdasvæðum í borginni. Fyrirséð er að Faxaflóahafnir og Veitur muni skorta athafnasvæði á komandi

...