Veist þú, lesandi góður, að það eru nýleg lög, eða öllu heldur lagagreinar, gegn eltihrellingu gengin í gildi í landinu?
Þórey Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir

Þórey Guðmundsdóttir

Undanfarna viku hafa mér borist þrjár afar ljótar fyrirsagnir á netinu, prýddar mynd af þjóðþekktri manneskju ofan við. Hlekkur var með til að sjá nánar það sem fyrirsögnin var um, upplogna glæpi viðkomandi. Einn var á ruv.is. Aðrir á óþekkjanlega erlenda „staði“. Þegar ýtt var á hlekkina kom auðvitað ekkert. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem mér hafa borist svona óbermi. Mér ofbauð þessi eltihrelling og heimskan, sem að baki liggur. Gamall snillingur fyrir norðan hefði sagt: „Ég skil ekki, að fólk skuli skíta sjálft sig út á að rægja aðra.“

Ég hringdi í ráðagóðan vin minn til að fá hann til að hugsa upphátt með mér um hvað væri hægt að gera. Hann sagði mér frá annarri manneskju, blaðamanni, sem hann þekkti til, sem hefði orðið að þola svona eyðileggjandi óþverraskap.

...