Ný efnahagsleg sókn þarf að byggjast á lækkun bæði skatta og útgjalda og aukinni framleiðni.
Kristinn Sveinn Helgason
Kristinn Sveinn Helgason

Kristinn Sveinn Helgason

Seint á áttunda áratug síðustu aldar átti sér stað hugmyndafræðileg bylting á meðal ungra sjálfstæðismanna sem endurspeglaðist í kjörorðunum „báknið burt“ og „endurreisn í anda frjálshyggju“. Helstu hugmyndafræðingar frjálshyggjunnar á heimsvísu eins og Friedrich Hayek, Milton Friedman og James Buchanan sóttu líka landið heim á þessum tíma til að gefa þessari baráttu enn meiri trúverðugleika. Margir af leiðtogum ungra sjálfsstæðismanna sem voru í forystu fyrir þessari hugmyndafræðilegu endurnýjun áttu síðar eftir að leika mikilvægt hlutverk í íslenskum stjórnmálum á næstu áratugum.

En hver er hinn raunverulegi árangur af þessum byltingarkenndu áformum ungra sjálfstæðismanna um minnkun ríkisumsvifa á Íslandi? Á árinu 1978 þegar þessi hugmyndabarátta stóð hvað hæst voru heildarútgjöld hins opinbera um

...