Sveitarfélögin við Eyjafjörð eru nú með til skoðunar áform Kleifa um laxeldi í Eyjafirði og Siglufirði. Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit taka þessum áformum vel en Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur vilja ekki sjókvíaeldi innarlega í firðinum
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Sveitarfélögin við Eyjafjörð eru nú með til skoðunar áform Kleifa um laxeldi í Eyjafirði og Siglufirði. Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit taka þessum áformum vel en Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur vilja ekki sjókvíaeldi innarlega í firðinum. Akureyri og Grenivík hafa ekki tekið málið fyrir og óvíst hvort tekin verður afstaða til málsins á þessu stigi.

Mikil þörf á öflugri atvinnuuppbyggingu

Sigríður Ingvarsdóttir sveitarstjóri Fjallabyggðar segir að bæjaryfirvöld taki góðum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á svæðinu fagnandi en málið sé á byrjunarstigi.

„Bæjaryfirvöld eiga eftir að fjalla um málið og það er mikilvægt að vanda til verka. Hér er um að ræða metnaðarfulla starfsemi og undirbúningur rétt að fara

...